04 Jan Menningarviðurkenningar RÚV veittar
Menningarviðurkenningar RÚV voru veittar við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu í dag. Elísabet Kristín Jökulsdóttir hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins og Jónas Sig hlaut Krókinn fyrir framúrskarandi lifandi flutning. Einnig voru orð og nýyrði ársins 2018 tilkynnt og styrkir úr Tónská
Elísabet Kristín Jökulsdóttir hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir meðal annars: „Eitt mikilvægasta framlag hennar til íslenskra bókmennta eru skrif hennar um kvenlíkamann, kynvitundina og skömmina. Hún hefur fært í orð þá hluti sem legið hafa í þagnargildi langt fram á okkar daga, og gerði það áður en samfélagið var tilbúið að hlusta. Það er fyrst með nýrri kynslóð kvenna og í kjölfar samfélagsmiðlahreyfinga síðustu ára sem samfélagið hefur öðlast getu að meta þetta framlag til fulls.“
https://www.ruv.is/i-umraedunni/menningarvidurkenningar-ruv-veittar
Sorry, the comment form is closed at this time.