Menningarviðurkenningar RÚV veittar

04 Jan Menningarviðurkenningar RÚV veittar

Menningarviðurkenningar RÚV fyrir árið 2017 voru veittar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og fleiri góðir gestir voru við athöfnina sem útvarpað var á Rás 1. Hallgrímur Helgason hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Hljómsveitin Mammút hlaut Krókinn 2017 – viðurkenningu Rásar 2, fyrir framúrskarandi flutning á árinu. Epalhommi var þá valið orð ársins 2017. Alls voru 92 styrkir veittir úr sameinuðum Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs árið 2017, en sjóðurinn hefur það markmið að stuðla að frumsköpun og útbreiðslu íslenskrar tónlistar.

http://www.ruv.is/i-umraedunni/menningarvidurkenningar-ruv-veittar-vid-hatidlega-athofn

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.