06 Jan Menningarviðurkenningar RÚV fyrir árið 2022
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstöf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir meðal annars að hann hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir verk sín og var til að mynda á síðasta ári tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna. Aðalsteinn var um tíma framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda og enginn hefur gegnt lengur formennsku í Rithöfundasambandi Íslands en Aðalsteinn sem var formaður í átta ár.
Hljómsveitin Vintage Caravan hlaut Krókinn 2022, viðurkenningu Rásar 2 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu. Á síðasta ári lék hljómsveitin á 70 tónleikum í 21 landi, heiðraði plötuna Lifun með Trúbroti á tónleikum í Hörpu og hlaut þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna svo eitthvað sé nefnt.
Þriðja vaktin var orð ársins á RÚV, þar sem lesendur ruv.is kusu um orð ársins í netkosningu. Leitað var til almennings um tillögur og um 240 orð bárust. Kosningin stóð um 15 orð úr þeim tillögum. Innrás er orð ársins hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Sorry, the comment form is closed at this time.