06 Jan Menningarviðurkenningar RÚV afhentar
Menningarviðurkenningar RÚV voru afhentar á þrettándanum við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Veitt var viðurkenning úr Rithöfundasjóði og styrkir úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins, tilkynnt um orð ársins og Krókinn á Rás 2. Sölvi Björn Sigurðsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs, Emmsjé Gauti hlaut Krókinn 2016 og hrútskýring var valið orð ársins. Alls voru 46 styrkir veittir úr Tónskáldsjóði Ríkisútvarpsins árið 2016 og okkar ástsæla tónskáld Jón Nordal heiðraður fyrir starf sitt í þágu tónskálda, en hann lét af störfum hjá Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins, eftir 48 ára samfellda setu í stjórn.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/menningarvidurkenningar-ruv-afhentar-a-threttandanum
No Comments