02 Sep Menningarvetrinum fagnað á RÚV: Klassíkin okkar
Föstudaginn 2. september bauð Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV í sannkallaða tónlistarveislu á hátíðartónleikunum Klassíkin okkar. Þar voru flutt níu verk sem valin voru í sérstakri netkosningu um sumarið og fram komu margir af færustu listamönnum þjóðarinnar. Tónleikarnir voru sýndir í beinni útsendingu á RÚV, auk þess sem litið var á bakvið tjöldin og bryddað upp á skemmtilegum fróðleik. Á undan tónleikunum flökkuðu umsjónarmenn Menningarinnar á milli leikhúsa landsins og stikluðu á stóru yfir það helsta á fjölunum í vetur.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/klassikin-okkar-samstarfsverkefni-sinfo-og-ruv
http://www.ruv.is/i-umraedunni/tonlistarveisla-i-bodi-sinfoniuhljomsveitar-islands-og-ruv
No Comments