20 Jan Lögin í Söngvakeppni sjónvarpsins tilkynnt
Í kynningarþætti Söngvakeppninnar sem sýndur var á RÚV þann 20. janúar var kunngjört hvaða lög munu taka þátt og keppast um að verða framlag Íslands í Eurovision árið 2020. Lögin voru tíu talsins. Í reglum keppninnar segir að í undanúrslitum verði lagið að vera flutt á íslensku en í úrslitunum megi höfundur ráða hvort það verði flutt á íslensku eða á öðru tungumáli. Í keppninni árið 2020 ákváðu 4 höfundar að hafa lögin sín áfram á íslensku ef þau kæmust í úrslit, en hinir 6 höfundarnir vildu láta flytja sín lög á ensku.
Flytjendur árið 2020 voru:
Kid Isak
Brynja Mary
DIMMA
Elísabet Ormslev
Ísold og Helga
Daði og Gagnamagnið
Hildur Vala
Íva Marín Adrichem
Matti Matt
Nína
https://www.ruv.is/i-umraedunni/login-i-songvakeppni-sjonvarpsins-tilkynnt
Sorry, the comment form is closed at this time.