Lifun fær verðlaun á Prix Europa

23 Oct Lifun fær verðlaun á Prix Europa

Uppsetning Útvarpsleikhússins á framhaldsleikritinu Lifun eftir Jón Atla Jónasson hlaut þriðju verðlaun í flokki leikinna framhaldsverka fyrir útvarp á ljósvakahátíðinni Prix Europa, einni virtustu verðlaunahátíðinni á sviði fjölmiðlunar í Evrópu. Lifun fjallar um alræmdasta sakamál Íslandssögunnar; rannsóknina á hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Þetta er í þriðja sinn sem verk Útvarpsleikhússins hreppir þriðja sæti á hátíðinni og í annað sinn sem verk eftir Jón Atla hlýtur þann heiður því að verk hans, Djúpið, var í þriðja sæti árið 2011.

http://www.ruv.is/i-umraedunni/lifun-faer-verdlaun-a-prix-europa

No Comments

Post A Comment