23 Dec Liðlega 3000 jólakveðjur lesnar í Ríkisútvarpinu í ár
Liðlega 3000 jólakveðjur voru lesnar í Ríkisútvarpinu í ár og er það svipaður fjöldi af kveðjum og í fyrra. Landsmenn voru heldur langorðaðri í ár en venjulega. Annað hvort lá þeim meira á hjarta en áður eða nýttu sér breytt fyrirkomulag á jólakveðjunum, þar sem í ár var fast verð fyrir hverja kveðju óháð lengd. Það hefði tekið um 14 klukkustundir að lesa allar kveðjurnar samfellt. Jólakveðjulesturinn í heild sinni tók hins vegar um 20 klukkustundir í dagskránni, þar sem tónlist hljómaði inn á milli hátíðarkveðjanna auk hefðbundinna fréttatíma.
Kveðjurnar voru lesnar að kvöldi 22. desember og allan liðlangan daginn á Þorláksmessu. Sigvaldi Júlíusson þulur hélt utan um lesturinn en auk hans lásu reyndir þulir kveðjurnar; Anna Sigríður Einarsdóttir, Atli Freyr Steinþórsson, Stefanía Valgeirsdóttir, Anna María Benediksdóttir, Guðríður Leifsdóttir og Arna Sigríður Ásgeirsdóttir auk Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra.
Sorry, the comment form is closed at this time.