Kynjatalning

02 Dec Kynjatalning

RÚV hóf í desember að telja viðmælendur með það að markmiði að jafna vægi kynjanna í miðlum Ríkisútvarpsins. Fyrstu tölur gefa jákvæðar vísbendingar um gott jafnvægi kynjanna í útvarpi en síðra í fréttum. Kynjahlutfall viðmælenda í almennum þáttum í útvarpi og sjónvarpi er nánast í jafnvægi. Hlutföll viðmælenda í sjónvarpsdagskrá RÚV, að undanskildum fréttum, er 47% konur og 53% karlar. Á Rás 1 eru kynjahlutföll viðmælenda nánast jöfn, 52% konur og 48% karlar að jafnaði á tímabilinu. Á Rás 2 voru 44% viðmælenda konur og 56% karlar. Sem fyrr er nokkur munur á fjölda viðmælenda af hvoru kyni í fréttum og íþróttum, um 67% karlar og 33% konur. Kynjahlutföll viðmælenda í fréttum og íþróttum hafa neikvæð áhrif á heildarmyndina en séu viðmælendur í fréttum og dagskrá teknir saman kemur í ljós að 40% þeira eru kvenkyns en 60% karlkyns. Tölur milli mánaða í fréttaumfjöllun sýna þróun í rétta átt. Þetta eru fyrstu skrefin í ferlinu og mælingarnar verða þróaðar á næstu misserum.

No Comments

Post A Comment