Kynjabilið minnkar stöðugt i dagskrá RÚV

24 Apr Kynjabilið minnkar stöðugt i dagskrá RÚV

RÚV vinnur markvisst að jafnréttismálum, jafnt í dagskrá sem og annarri starfsemi. Liður í þeirri vinnu er samræmd skráning á kynjahlutfalli viðmælenda sem tekin var upp 1. desember 2015 og er birt opinberlega á þriggja mánaða fresti. Tölur fyrir fyrsta ársfjórðung, 1. janúar – 31. mars 2017, staðfestu áframhaldandi jákvæða þróun í átt að jöfnuði karla og kvenna. Hlutfall karla og kvenna í dagskrá Rásar 1, Rásar 2 og RÚV fyrstu þrjá mánuði ársins er nánast jafnt, 51% karlar og 49% konur, og hlutfall fyrir dagskrá og fréttir samanlagt er 57% karlar og 43%.

 

http://www.ruv.is/i-umraedunni/kynjabilid-minnkar-stodugt-i-dagskra-ruv

No Comments

Post A Comment