24 Nov KrakkaRÚV sinnir barnabókmenntum og barnamenningu
KrakkaRÚV var með bókaumfjöllun í beinni útsendingu 24. nóvember. Útsendingin markaði upphaf verkefnisins Sögur sem er víðtækt samstarf aðila sem starfa að barnabókmenntum, læsi barna og barnamenningu. Átta krakkar skipa svokallað bókaormaráð á vegum KrakkaRÚV og hafa lesið 12 bækur eftir og undirbúið viðtöl um þær með umsjónarmönnum KrakkaRÚV. Sögum fyrir börn verður miðlað á fjölbreyttan hátt; í bókum, leikverkum, tónverkum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og verða verðlaun í ýmsum flokkum á Söguverðlaununum sem verða veitt við hátíðlega athöfn í lok apríl. Krakkar kjósa flesta verðlaunahafana sjálf, fagverðlaun verða veitt og krakkarnir verðlaunaðir. Hátíðin verður í beinni útsendingu á RÚV og verður án efa ein skemmtilegasta verðlaunahátíð á Íslandi.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/krakkar-raeda-barnabokmenntir-vid-hofunda
No Comments