24 Apr Kraftmikil, fjölbreytt og áhugaverð dagskrá
Aðalfundur Ríkisútvarpsins var haldinn í Útvarpshúsinu við Efstaleiti miðvikudaginn 19. apríl. Útvarpsstjóri kynnti niðurstöður ársreiknings og vék einnig að eftirtöldum málum:
- nýrri stefnu til 2026 sem tekur á gildum, stefnuáherslum og framtíðarsýn,
- nýjum vef, ruv.is, sem er hluti af stafrænni þróun RÚV,
- dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi og
- umhverfi á fjölmiðlamarkaði og stöðu RÚV á auglýsingamarkaði.
Mikill meirihluti þjóðarinnar nýtti sér þjónustu RÚV árið 2022. Daglega notuðu 57% landsmanna ljósvakamiðla RÚV og 80% í hverri viku samkvæmt rafrænum mælingum Gallups á áhorfi og hlustun. Tæpur þriðjungur landsmanna notaði ruv.is daglega. Viðhorf til RÚV var áfram afar jákvætt, 70% voru mjög jákvæð eða jákvæð í þess garð. Þegar spurt var til hvaða fjölmiðils fólk leitaði helst eftir íslensku efni, íslensku leiknu efni og menningarefni var Ríkisútvarpið efst í huga landsmanna. Fréttastofan naut mikils trausts og langflestir töldu að RÚV væri mikilvægasti fjölmiðill þjóðarinnar.
Sorry, the comment form is closed at this time.