17 Mar Kosningaumfjöllun RÚV
Undirbúningur að umfjöllun RÚV fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022 hófst um miðjan mars. Ákveðið var að hafa kosningaumfjöllun á sérstökum kosningavef, í sjónvarpi, útvarpi og hlaðvarpi. Kosningaumfjöllun RÚV hófst í apríl þegar fyrsti þáttur kosningahlaðvarpsins fór í loftið.
Kosningaumfjöllun RÚV var sem hér segir:
- Kosningavefur RÚV opnaður um miðjan apríl.
- Umræðuþáttur í sjónvarpi með oddvitum framboða í Reykjavík, 13. maí.
- Framboðsfundir á Rás 2 og RÚV.is með oddvitum framboða í mörgum stórum sveitarfélögum.
- Málefnaumræða í útvarpi í ýmsum þáttum á Rás 1 og Rás 2.
- Kosningahlaðvarp RÚV þar sem fjallað var um kosningamálin, og rætt við sérfræðinga, kjósendur og álitsgjafa.
- Fréttaskýringar í sjónvarpsfréttum um kosningamálin.
- Fræðslu- og skemmtiþættir í sjónvarpi, á ruv.is og samfélagsmiðlum fyrir yngri kjósendur.
- Kosningaumfjöllun á samfélagsmiðlum RÚV.
- Kosningavaka í sjónvarpi að kvöldi kjördags, 14. maí og kosningavakt á Rás 2.
- Oddvitar framboða sem náðu kjöri í borgarstjórn Reykjavíkur mættust í Silfrinu daginn eftir kjördag.
Sorry, the comment form is closed at this time.