30 Jun Kóðinn kynntur á aðalfundi EBU
Íslenska sprotaverkefnið Kóðinn var eitt af fjórum verkefnum sem kynnt voru í flokknum Proud to present, fyrir fullum sal stjórnenda útvarps- og sjónvarpsstöðva í Evrópu, á aðalfundi EBU sem haldinn var í ráðhúsinu í Dublin á Írlandi. Verkefnið þótti afar áhugavert, ekki síst hvernig fjölbreytt samstarf hins opinbera og einkaaðila getur skilað miklum árangri. Óskað var eftir frekari kynningu á verkefninu svo að fleiri almannaþjónustumiðlar Evrópu gætu sett af stað sams konar verkefni í sínu heimalandi.
No Comments