18 Oct Kóðinn: Forritunarleikar fyrir krakka
Forritunarleikarnir Kóðinn 1.0, fyrir krakka í 6. og 7. bekk, voru settir þann 18. október og börnum afhendar fríar forritanlegar micro:bit smátölvur. Leikarnir fóru fram 14. október – 15. maí og þar takast krakkar á við vikulegar áskoranir sem tengjast tölvum, forritum, snjallsímum, internetinu og fleira og fleira. Einnig verða skemmtilegar áskoranir fyrir forritun sem tengjast Micro:bit smátölvunni en hana geta allir krakkar í 6. og 7. bekk fengið og forritað til að gera ótrúlegustu hluti. Kóðinn er samstarfsverkefni á milli KrakkaRÚV, Samtaka iðnaðarins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
http://krakkaruv.is/heimar/kodinn
http://www.ruv.is/frett/kodinn-forritunarleikar-fyrir-krakka
No Comments