03 Sep Klassíkin okkar – leikhúsveisla
Í sjötta sinn efndu Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV til tónleika í beinni útsendingu frá Eldborg í Hörpu og að þessu sinni bættist Þjóðleikhúsið í hópinn. Tónleikarnir voru helgaðir leikhústónlist og listafólk Þjóðleikhússins, Sinfóníuhljómsveit Íslands og fjöldi einsöngvara flutti þjóðinni ástsælar leikhúsperlur í beinni útsendingu í sjónvarpinu og á Rás 1. Í kosningu sem Klassíkin okkar stóð fyrir kom í ljós að vinsælasta leikhúslag þjóðarinnar reyndist vera lagið Hvert örstutt spor en Jóna G. Kolbrúnardóttir flutti lagið á tónleikunum. Hljómsveitarstjóri var Daníel Bjarnason og kynnar kvöldsins voru að vanda Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson.
Sorry, the comment form is closed at this time.