31 Aug Klassíkin okkar í þriðja sinn
Klassíkin okkar var send út beint í þriðja sinn föstudagskvöldið 31. ágúst. Tónleikarnir hafa markað upphaf menningarvetursins á RÚV undanfarin ár. Að þessu sinni var þemað Uppáhalds íslenskt og tóku RÚV og Sinfóníuhljómsveit Íslands saman höndum og leyfðu landsmönnum að velja efnisskrána á þessum fyrstu tónleikum sveitarinnar á starfsárinu. Það lag sem reyndist efst í kosningu þjóðarinnar á RÚV.is var lagið Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson við sálm Kolbeins Tumasonar.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/klassikin-okkar-i-thridja-sinn
Sorry, the comment form is closed at this time.