04 Sep Klassíkin okkar: Afmælisveisla
Tónleikarnir Klassíkin okkar hafa vakið geysimikla athygli undanfarin ár en þeir voru haldnir í fimmta sinn föstudagskvöldið 4. september. Í Klassíkinni okkar: Afmælisveislu, var boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu. Í ár eru 70 ár liðin frá því að Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt sína fyrstu tónleika og 90 ár frá því að Ríkisútvarpið tók til starfa. Rifjaðar voru upp stórar stundir í tónlistarsögu Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sannkallað einvalalið söngvara, einleikara og kóra komu fram á tónleikunum, meðal annars Emilíana Torrini, Sigríður Thorlacius og Dísella Lárusdóttir.
Sorry, the comment form is closed at this time.