Klarsprog – norræn ráðstefna um skýrt mál og samskipti á hættutímum

09 May Klarsprog – norræn ráðstefna um skýrt mál og samskipti á hættutímum

RÚV tók þátt í norrænni rástefnu um mikilvægi þess að framsetning og málnotkun sé skýr og auðskiljanleg þegar stjórnvöld, stofnanir, samtök eða fyrirtæki vilja koma á framfæri brýnum upplýsingum sem varða almenning. Einkum er horft til samskipta og upplýsingagjafar þegar hætta á borð við náttúruhamfarir, stríð, hryðjuverk eða heimsfaraldur steðjar að. 

Ráðstefnan var hluti af norrænni ráðstefnuröð sem hófst í Stokkhólmi fyrir 25 árum. Að henni stóð samnorrænn vinnuhópur um skýrt og skiljanlegt málfar á opinberum vettvangi og rannsóknir á því. Vinnuhópurinn er skipaður fulltrúum fimm norrænna tungumálastofnana, einni í hverju ríki. Að undirbúningi ráðstefnunnar innanlands komu fulltrúar frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, RÚV og Stjórnarráðinu. 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.