22 Jun Jónatan Garðarsson sæmdur fálkaorðu
Heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu voru veitt 17. júní. Þar tók Jónatan Garðarsson, dagskrárritstjóri Rásar 1, á móti riddarakrossi sem hann hlaut fyrir dagskrárgerð og þekkingarmiðlun um dægurtónlist, nærumhverfi og skógrækt.
Jónatan hefur komið að íslenskri tónlist á margvíslegan hátt í rúma fjóra áratugi og verið starfsmaður RÚV um langa hríð. Hann veitti ýmsum félögum forstöðu eða kom að stofnun þeirra, t.d. Jazzvakningu. Hann var formaður Sambandi flytjenda og hljómplötuframleiðanda, formaður Tónlistarsjóðs, framkvæmdastjóri Félags íslenskra hljómplötuútgefanda og formaður Skógræktarsambands Íslands.
Árið 2020 hlaut Jónatan heiðursverðlaun dags íslenskrar tónlistar fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar í tímans rás, meðal annars fyrir vandaða og metnaðarfulla dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi.
Sorry, the comment form is closed at this time.