11 Dec Jólalag Rásar 2
Skál fyrir Vésteini með Andrési Vilhjálmssyni bar sigur úr býtum í hinni árlegu Jólalagakeppni Rásar 2. Höfundur flutti lagið á Jólagestum Björgvins Halldórssonar 16. desember. Jólalagakeppni Rásar 2, sem hóf göngu sína árið 2002, er fastur liður í jólaundirbúningi RÚV. Dómnefnd fór í gegnum öll innsend lög í keppnina í ár og valdi fimm þeirra í úrslit. Það var svo í höndum hlustenda að kjósa sitt uppáhalds jólalag. Atkvæði þeirra giltu jafnt á móti dómnefnd.
Sorry, the comment form is closed at this time.