18 Oct Jarðstöðin tekin niður
Þann 18. október sl. voru tímamót í sögu Sjónvarpsins þegar stóra gervihnattaloftnetið, 13m jarðstöðin við Útvarpshúsið, var tekin niður. Jarðstöðin hefur þjónað RÚV og EBU vel og dyggilega í 25 ár og í margra augum verið helsta kennileiti Útvarpshússins. Tveir minni diskar taka við hlutverki stóra disksins en breytt tækni gerir það mögulegt að ná betra merki með minni diskum.
No Comments