24 Feb Jarðhræringar á Reykjanesskaga
Fréttastofan stóð í ströngu í byrjun árs í umfangsmikilli umfjöllun um jarðhræringar á Reykjanesskaga. Mikil jarðskjálftahrina fannst vel á suðvesturhorni landsins þann 24. febrúar, stærsti skjálftinn mældist 5,7 og átti hann upptök sín 2,9 km suðsuðvestur af Keili. Fjöldi skjálfta mældust á skjálftamælum Veðurstofu Íslands þennan dag og voru þeir staðsettir víða á Reykjanesskaga. Sendur var út aukafréttatími í Sjónvarpinu klukkan 12:00.
https://www.ruv.is/frett/2021/02/24/aukafrettatimi-i-sjonvarpi-vegna-jardskjalftahrinu
Sorry, the comment form is closed at this time.