19 Feb Jafnt kynjahlutfall í dagskrá RÚV
Í lok árs 2015 voru teknar upp markvissar mælingar á hlutfalli karla og kvenna í hópi viðmælenda í föstum þáttum og fréttum. Nýtt verklag var innleitt, aðgengilegt skráningarkerfi var forritað og starfsmenn þjálfaðir. Hlutfall kynjanna í dagskrá RÚV, utan frétta, árið 2017 var 3% jafnara en árið á undan og nánast jöfn, eða 51% karlar og 49% konur. Séu fréttatímar og fréttatengdir þættir eingöngu teknir saman er hlutfall kynjanna 64% karlar og 36% konur, sem skýrist af hærra hlutfalli karla í leiðandi stöðum í stjórnmálum og samfélaginu sem fluttar eru fréttir af.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/jafnt-kynjahlutfall-i-dagskra-ruv
Sorry, the comment form is closed at this time.