29 Oct Jafnréttisnefnd RÚV tekur til starfa
Í samræmi við jafnréttisáætlun tók jafnréttisnefnd RÚV til starfa þann 29. október, en skipan hennar er ein af nítján aðgerðum í umræddri áætlun. Markmiðið með störfum hennar er að auka samráð í jafnréttismálum og tryggja enn betur samstöðu um jafnréttisstarf hjá RÚV með virkri þátttöku starfsfólks og í góðu samráði við það. Í nefndinni eru Atli Sigþórsson, Dröfn Teitsdóttir, Gísli Einarsson, Helga Ólafsdóttir, Karl Magnús Þórðarson, Salóme Þorkelsdóttir og Þröstur Helgason, sem og Hildur Sigurðardóttir sem stýrir starfi hennar.
https://www.ruv.is/sites/default/files/jafnrettisaaetlun-2021-2024_ruv.pdf
Sorry, the comment form is closed at this time.