04 Sep Íslenskan gerð að gjaldgengu tungumáli í stafrænum heimi
Í dag undirrituðu Almannarómur, sjálfseignarstofnun um máltækni og SÍM, samstarfshópur um íslenska máltækni, samning um smíði innviða í máltækni fyrir íslensku. Samningurinn er til eins árs og greiðslur fyrir rannsóknir og þróun á samningstímabilinu nema 383 milljónum króna. Samningurinn er liður í því að gera íslensku að gjaldgengu tungumáli í stafrænum heimi þar sem til dæmis gervigreind og raddstýrð tæki spila stór hlutverk í lífi fólks.
Sorry, the comment form is closed at this time.