18 Oct Hugmyndadagar RÚV fara fram í tíunda sinn
Hugmyndadagar RÚV fara fram tvisvar á ári og voru fyrst haldnir í október 2017. Þar gefst hugmyndasmiðum, höfundum, framleiðendum og öðrum kostur á að kynna hugmyndir og tillögur að dagskrárefni fyrir dagskrárdeildum RÚV. Yfir 2200 hugmyndir hafa borist Hugmyndadögum frá upphafi, um 550 hópar og einstaklingar verið boðaðir á fund í Efstaleiti eða á Teams til að kynna tillögur sínar nánar og um 100 verkefni hafa þegar orðið að veruleika, eru í þróun eða í frekari skoðun. Markmiðið er að auka enn á fjölbreytni í dagskrárframboði RÚV, opna hugmyndaþróunina og styrkja tengsl RÚV og sjálfstæðra framleiðenda.
Sorry, the comment form is closed at this time.