23 Oct Hugmyndadagar haldnir í sjötta sinn
Hugmyndadagar voru haldnir í sjötta sinn dagana 22.-23. október og fóru þeir fram rafrænt í þetta skiptið vegna kórónuveirufaraldursins. Á hugmyndadögum er kallað eftir hugmyndum að dagskrárefni fyrir RÚV. Markmiðið er að auka enn fjölbreytni í dagskrárframboði RÚV, opna hugmyndaþróunina og styrkja samtalið á milli RÚV og sjálfstæðra framleiðenda. Er þetta gert að hluta til að erlendri fyrirmynd svokallaðra Pitch-daga.
Sorry, the comment form is closed at this time.