Hugheilar jólakveðjur í áratugi

01 Dec Hugheilar jólakveðjur í áratugi

Jólakveðjur Ríkisútvarpsins eru órjúfanlegur þáttur í jólahaldi landsmanna. Þær eru lesnar að kvöldi 22. desember og allan liðlangan daginn á Þorláksmessu. Fyrirkomulagi pantana á vefnum var breytt þannig að pöntunarformið var einfaldað, fast verð var sett fyrir hverja kveðju í stað þess að verðleggja eftir lengd. Fjöldi jólakveðja hefur aukist jafnt og þétt með árunum og síðustu ár hafa kveðjurnar verið ríflega 3.000 talsins. 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.