12 Dec Hrefna Lind Ásgeirsdóttir ráðin framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar
Hrefna Lind er með B.Sc.-próf í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc.-próf í hönnun og stafrænni miðlun frá Háskólanum í Edinborg og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnun mannauðs, hugbúnaðarvörum og verkefnum í hugbúnaðargeiranum á undanförnum 17 árum, síðustu ár sem tækni- og þróunarstjóri Stafræns Íslands. Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá RÚV ber ábyrgð á að móta og fylgja eftir stefnu í stafrænni þróun og upplýsingatækni í takt við stefnu RÚV, leiðir öflugt samstarf milli sviða og deilda til að hámarka árangur með hagnýtingu stafrænna lausna og upplýsingatækni, ber ábyrgð á daglegum rekstri og mannauðsmálum sviðsins sem og áætlanagerð og eftirfylgni með fjárfestingum.
Sorry, the comment form is closed at this time.