Hlutfall kynjanna í dagskrá RÚV nánast jafnt 2022

02 Mar Hlutfall kynjanna í dagskrá RÚV nánast jafnt 2022

Hlutfall karla og kvenna sem rætt var við í dagskrá RÚV, utan frétta, var nánast jafnt á síðasta ári. RÚV sker sig frá flestum miðlum hérlendis og erlendis hvað varðar kynjajafnvægi. 

Skráðir eru viðmælendur í fréttum og fréttatengdum þáttum og í reglubundnum innlendum þáttum í útvarpi og sjónvarpi. Talning sem þessi gefur ekki heildarmynd af því hver birtingarmynd kynjanna er í dagskránni en hún er mikilvægur liður í að mæla hver staðan og þróunin er.  

Hlutfall kynjanna í dagskrá RÚV, utan frétta, var nánast jafnt, 51% kvenkyns og 49% karlkyns.   

Séu eingöngu fréttatímar og fréttatengdir þættir teknir saman er hlutfall viðmælenda 43% kvenkyns og 57% karlkyns. 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.