Heimavist og Núllstilling

27 Mar Heimavist og Núllstilling

Í ljósi þess að skóla- og frístundastarf var með skertu móti vegna kórónaveirufaraldurins í mars ákvað RÚV að bjóða upp á tvo nýja daglega sjónvarpsþætti sem báðir voru ætlaðir ungu fólki. Annars vegar var það þátturinn Heimavist og hins vegar þátturinn Núllstilling. Heimavist er þáttur fyrir grunnskólabörn og er þátturinn beint úr smiðju KrakkaRÚV og UngRÚV. Þátturinn var á dagskrá RÚV alla virka morgna frá 9-11 og því frábær byrjun á deginum fyrir alla krakka. Núllstilling er þáttur úr smiðju RÚV núll og hann var í beinni útsendingu frá Eldborg í Hörpu alla virka daga frá 14-16 á meðan samkomubannið var í gildi. Í þættinum var fjallað um allt sem viðkemur ungu fólki og góðir gestir mættu í settið.

https://www.ruv.is/frett/tveir-nyir-daglegir-sjonvarpsthaettir-hefja-gongu-sina

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.