20 May Hatarar stóðu sig frábærlega á sviðinu í Tel Aviv
Hatari lenti í 10. sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Tel Aviv. Þetta var í fyrsta skipti í fimm ár sem Ísland keppti til úrslita í Eurovision. Áhorfendur hér heima sátu límdir við skjáinn. Meðaláhorf á hverja mínútu mældist 67% samkvæmt bráðabirgðatölum sem voru að berast frá Gallup. Nánast allir sem voru á annað borð með kveikt á sjónvarpinu á laugardagskvöldinu voru með stillt á Eurovision. Hlutdeild RÚV meðal mældra stöðva var 98% á meðan á útsendingu stóð.
Sorry, the comment form is closed at this time.