01 Sep Guðni Tómasson menningarritstjóri RÚV
Guðni Tómasson dagskrárgerðarmaður var skipaður menningarritstjóri allra miðla RÚV. Markmiðið er að efla og samhæfa menningarumfjöllun Ríkisútvarpsins og er staðan sett upp til reynslu í eitt ár. Guðni verður stjórnendum, dagskrárgerðarfólki og fréttamönnum til ráðgjafar og stuðnings við ritstjórn og umfjöllun um stóra viðburði á menningarsviðinu, framleiðslu og innkaup á menningarefni og fleira. Samhliða sinnir hann áfram dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi.
Sorry, the comment form is closed at this time.