14 Jan Gríðarlegt áhorf á EM í handbolta
Ísland tók þátt í úrslitakeppni EM í handbolta karla 2020. Fyrstu tveir leikir Íslands fengu gríðarlegt áhorf á RÚV. Fyrsti leikur Íslands var gegn Dönum og
samkvæmt rafrænum mælingum Gallup mældist meðaláhorfið á þann leik 40% og uppsafnað áhorf 57%. Leikurinn gegn Rússum í gær gerði svo enn betur en 62% þjóðarinnar horfði eitthvað á þann leik, meðaláhorf á hverja mínútu var 45%. Met var einnig sett á RÚV 2 þegar rúmlega 40% landsmanna horfði á leik Dana og Ungverja.
Sorry, the comment form is closed at this time.