30 Aug Gott kynjajafnvægi meðal viðmælenda RÚV
Markvissar mælingar á hlutfalli karla og kvenna í hópi viðmælenda í föstum þáttum og fréttum voru teknar upp 2015. Tölur fyrir annan ársfjórðung 2017, 1. apríl til 30. júní 2017 sýndu að hlutfall viðmælenda var 51% karlar og 49% konur í sjónvarps- og útvarpdagskrá að undanskildum fréttum. Það er töluvert jafnara en á sama tímabili 2016. Sem fyrr er ójafnvægi meðal viðmælenda í fréttum en það ræðst að stærstum hluta af samfélagsaðstæðum. Talningin bendir til mun sterkari stöðu hjá RÚV en almennt hjá öðrum miðlum hérlendis.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/gott-kynjajafnvaegi-medal-vidmaelenda-ruv
No Comments