16 Apr Glæsileg páskadagskrá
Hátíðardagskrá RÚV um páskana var fjölbreytt og vönduð og hlaut góðar viðtökur. Íslenskt efni var í öndvegi í sjónvarpinu og var sérstakur fókus á íslenskar konur í kvikmyndagerð og tónlist með sýningu leikinna sjónvarpsmynda, kvikmynda, heimildarmynda og tónverka eftir kvenhöfunda. Á Rás 1 var boðið upp á fjölmargar metnaðarfullar heimildarþáttaraðir, útvarpað var beint frá Aidu í Metrópólitan-óperunni og fjölskylduleikritið Skepnan eftir Hildi Knútsdóttur frumflutt. Rás 2 var í beinni útsendingu á Aldrei fór ég suður.
No Comments