Gestastofa RÚV opnuð á afmælisdaginn

30 Sep Gestastofa RÚV opnuð á afmælisdaginn

Gestastofa RÚV var opnuð við hátíðlega athöfn á 50 ára afmæli sjónvarps á Íslandi. Gestastofa RÚV er fyrir fólk sem sækir RÚV heim og vill  kynna sér sögu þess og starfsemi. Uppistaðan í sýningunni er lifandi efni, myndir og munir úr fórum RÚV og þar er sagan rakin frá stofnun Ríkisútvarpsins árið 1930 til dagsins í dag. Hönnuður Gestastofunnar er Björn G. Björnsson sem ráðinn var fyrsti leikmyndahönnuður RÚV árið 1966. Opnun sýningarinnar er til marks um aukna áherslu RÚV á að opna samtalið við þjóðina og boðið verður, sem fyrr,  í skoðunarferðir um Útvarpshúsið og sýninguna.

http://www.ruv.is/i-umraedunni/gestastofa-ruv-opnud-a-afmaeli-sjonvarps

No Comments

Post A Comment