25 Jun Forsetakosningar 2016
Þjóðin kaus sér nýjan forseta í júní og aldrei hafa fleiri verið í framboði til embættis forseta Íslands en árið 2016. Kosningunum var gerð ítarleg skil á RÚV. Kosningaumfjöllun fór fram á sérstökum kosningavef, í útvarpi, sjónvarpi og á samfélagsmiðlum. Fjallað var um forsetaembættið, eðli þess, stöðu í stjórnskipun og þróun á síðustu áratugum. Þar að auki var fjallað um og rætt við alla frambjóðendur og að sjálfsögðu haldin kosningavaka í beinni. Á kosningavef gátu kjósendur mátað sig við frambjóðendur í sínu kjördæmi. Þar var líka umfjöllun KrakkaRúv fyrir kosningarnar.
http://ruv.is/i-umraedunni/umfjollun-ruv-fyrir-forsetakosningarnar-2016
http://www.ruv.is/frett/gudni-kjorinn-forseti-islands
http://www.krakkaruv.is/profill/keppendur/forsetakosningar-2016
No Comments