Forvitnileg dagskrá á Rás 1 um páskana

12 Apr Forvitnileg dagskrá á Rás 1 um páskana

Dagskrá Rásar 1 var að venju forvitnileg um páskana. Útvarpsleikritið Fjöldasamkoman á Gjögri eftir Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur og Eygló Höskuldsdóttur Viborgvar var frumflutt í Útvarpsleikhúsinu. Boðið var upp á tónleika með Grammy-verðlaunahafanum Dísellu Lárusdóttur í Salnum og Elektra eftir Richard Strauss var flutt í beinni útsendingu frá Metrópolitan-óperunni í New York og fluttir voru tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur, Gullöld sveiflunnar. Sigríður Jónsdóttir fjallaði um ævi, störf og arfleifð bandaríska söngleikjaskáldsins Stephen Sondheim í þáttunum Að klára hattinn og Jón Ársæll Þórðarson fjallaði um Jesú frá Nasaret í Syni smiðsins. Í þáttunum Á flótta heyrðum við sögur þeirra sem flýja til Íslands og í Þá var bara þögn fjallaði Melkorka Ólafsdóttir um Kvennaathvarfið. Neðanjarðar voru þættir um 33 námuverkamenn sem festust á 700 metra dýpi í námu í Chile árið 2010 í umsjón Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur. Í þáttaröðinni Kerfinu í umsjón Guðmundar Pálssonar og Ágústs Ólafssonar var leitast við að draga upp mynd af íslenska kvótakerfinu. Árið 2022 var öld síðan Ódysseifur eftir James Joyce og Wasteland eða Eyðilandið eftir T.S. Eliot komu út. Í þáttaröðinni Óróapúls 1922 var fjallað um verkin, áhrif þeirra og tímann sem þau eru sprottin úr.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.