13 Oct Fjölbreyttar og frumlegar tillögur á fyrstu Hugmyndadögum RÚV
Hugmyndadagar RÚV voru haldnir í fyrsta sinn dagana 10.-11. október og var kallað eftir hugmyndum og tillögum að dagskrárefni fyrir ungt fólk. Hugmyndadagar eru í samræmi við nýja stefnu RÚV or er markmiðið að auka enn fjölbreytni í dagskrá, opna hugmyndaþróunina og styrkja samtalið á milli RÚV og sjálfstæðra framleiðenda. Viðbrögðin fóru fram úr björtustu vonum, 217 hugmyndir bárust og 90 hópar og einstaklingar voru valdir til að kynna dagskrárstjórum RÚV hugmyndir sínar nánar. Á fjórða tug þessara hugmynda hafa nú þegar skilað sér í dagskrá eða eru í þróun.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/fjolbreyttar-og-frumlegar-tillogur-a-fyrstu-hugmyndadogum-ruv
No Comments