08 May Fjölbreytt Eurovision-gleði á RÚV
Það var sannkölluð Eurovision gleði á RÚV í maí þrátt fyrir að Eurovision keppninni sjálfri hafi verið aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Áhorfendum var boðið upp á fjölbreytta dagskrá af nýjum þáttum sem fjölluðu um keppnina auk þess sem gamlar perlur voru endursýndar. Eftirminnilegustu keppnir liðinna ára voru rifjaðar upp, landsmenn kusu 12-stiga lagið í símakosningu, Daði flutti uppáhaldslögin sín úr Eurovision á heimatónleikum og keppendur komu saman í skemmtidagskrá frá Hollandi. Partý var einnig haldið í Hörpu með Eurobandinu og góðum gestum.
Sorry, the comment form is closed at this time.