27 Mar Fanney Birna Jónsdóttir ráðin í starf dagskrárstjóra Rásar 1
Fanney Birna Jónsdóttir var ráðin í starf dagskrárstjóra Rásar 1. Hún hefur sinnt fjölbreyttum störfum á sviði fjölmiðlunar sl. tíu ár, þar á meðal við dagskrárgerð bæði í sjónvarpi og útvarpi, við blaða- og fréttamennsku og nú síðast við framleiðslu á ýmis konar menningar- og afþreyingarefni fyrir sjónvarp. Hún starfaði við dagskrárgerð hjá RÚV frá árinu 2017 til 2021 auk afleysinga í útvarpi á Rás 1. Samhliða störfum á RÚV frá árinu 2020 og síðar í fullu starfi hefur hún leitt lögfræði- og viðskiptaþróunarsvið hjá framleiðslufyrirtækinu Glassriver. Áður var hún m.a. aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, ritstjóri Markaðarins og aðstoðarritstjóri vefmiðilsins Kjarnans. Fanney hefur MA próf í lögfræði frá Háskóla Íslands og málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi.
Sorry, the comment form is closed at this time.