Eldgos tilkynnt í Vikunni með Gísla Marteini

19 Mar Eldgos tilkynnt í Vikunni með Gísla Marteini

Eldgosið hófst þegar Vikan með Gísla Marteini var í beinni útsendingu föstudagskvöldið 19. mars og þjóðin var að sjálfsögðu upplýst um leið. Fjórir starfsmenn RÚV ákváðu að ganga upp að eldgosinu eftir rúmlega tveggja tíma beina útsendingu í sjónvarpinu; Einar Þorsteinsson fréttamaður, Guðmundur Bergkvist og Freyr Arnarson tökumenn og Guðmundur Einarsson tæknimaður. Þeir gengu fyrst upp á Borgarfjall til að ræsa vefmyndavélina frá RÚV sem var orðin rafmagnslaus. Landhelgisgæslan tók fyrstu myndirnar af eldgosinu í Geldingadölum í austanverðu Fagradalsfjalli en fjórmenningarnir frá RÚV voru þeir fystu sem komu á staðinn og náðu fréttamyndum.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.