Edduverðlaunin 2021

03 Oct Edduverðlaunin 2021

Uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir árlega voru veitt í sérstökum sjónvarpþætti á RÚV, sunnudaginn 3. október. Að þessu sinni voru veitt verðlaun í 26 flokkum sem kosin voru af meðlimum ÍKSA, auk verðlauna fyrir sjónvarpsefni ársins sem er almenningskosning. Þá voru árleg Heiðursverðlaun Eddunnar einnig veitt og komu þau í hlut Reynis Oddssonar, kvikmyndagerðarmanns að þessu sinni. RÚV hlaut fjölda tilnefninga á Eddunni en meðal Edduverðlauna sem RÚV hlaut voru Stundin okkar sem Barna- og unglingaefni ársins, Kveikur sem frétta- eða viðtalsþáttur ársins, Helgi Seljan var valinn sjónvarpsmaður ársins og Ráðherrann sem leikið sjónvarpsefni ársins.

http://eddan.is/?page_id=2288

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.