28 Feb Eddan 2017: Sjónvarpsefni RÚV sigursælt
Sjónvarpsefni RÚV var þar sigursælt á Eddunni en sex af þeim sjö verðlaunum sem í boði voru fyrir sjónvarpsefni fóru til þátta á vegum RÚV. Helgi Seljan, þáttagerðarmaður í Kastljósi, hlaut Edduna sem sjónvarpsmaður ársins. Ævar Þór Benediktsson sigraði í flokki barna- og unglingaefnis þriðja árið í röð fyrir þætti sína um Ævar vísindamann. Leitin að upprunanum á Stöð 2 var valinn frétta- eða viðtalsþáttur ársins, Rætur var lífsstílsþáttur ársins, Með okkar augum menningarþáttur ársins og Orðbragð skemmtiþáttur ársins. Fjórir síðastnefndu þættirnir voru sýndir á RÚV, sem og Ófærð sem var valin sjónvarpsefni ársins af almenningi. Heiðursverðlaunin í ár hlaut ástsæll leikmyndahönnuður RÚV Gunnar H. Baldursson fyrir áratugastörf við leikmyndagerð í sjónvarpi og kvikmyndum.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/eddan-2017-sjonvarpsefni-ruv-sigursaelt
No Comments