02 Feb Eddan 2016: Fjórir af fimm sjónvarpsmönnum ársins á RÚV
RÚV fékk alls 22 tilnefningar (sem framleiðandi eða meðframleiðandi) til Eddu-verðlaunanna 2016. Að auki fengu dagskrárgerðarmenn RÚV 4 af 5 tilnefningum í flokknum sjónvarpsmaður ársins –þau Gísli Marteinn Baldursson, Helgi Seljan, Katrín Ásmundsdóttir og Ævar Þór Benediktsson. RÚV var framleiðandi eða meðframleiðandi allra sjónvarpsþátta sem verðlaunaðir voru. Ævar vísindamaður var bæði barna- og unglingaþáttur ársins og lífsstílsþáttur ársins; frétta- eða viðtalsþáttur ársins var Kastljós; leikið sjónvarpsefni ársins var Ófærð; Öldin hennar var valinn menningarþátturinn og Árið er: Söngvakeppnin í 30 ár skemmtiþátturinn. Þá voru tveir starfsmenn RÚV heiðraðir sérstaklega fyrir verk sín, Helgi Seljan var sjónvarpsmaður ársins og heiðursverðlaun 2016 hlaut Ragna Fossberg.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/eddan-2016-fjorir-af-fimm-sjonvarpsmonnum-arsins-a-ruv
http://eddan.is/?page_id=1730
No Comments