Dagur íslenska táknmálsins á RÚV

12 Feb Dagur íslenska táknmálsins á RÚV

11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. Íslenskt táknmál er fyrsta mál um 200 Íslendinga og enn fleiri nýta sér það í daglegu lífi og starfi.
Í tilefni dagsins voru Krakkafréttir RÚV helgaðar táknmáli og táknmálstúlkaðar. Sjónvarpsfréttir voru þá einnig táknmálstúlkaðar á RÚV 2 kl. 19. Þá voru gerð aðgengileg á vef KrakkaRÚV og í spilara ýmislegt efni sem er táknmálstúlkað (fræðsluefni, skemmtiefni, tónlistarmyndbönd o.fl).
No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.