Dagskrárgerðarfólk RÚV sigursælt á Eddunni

08 Oct Dagskrárgerðarfólk RÚV sigursælt á Eddunni

Edduverðlaunin 2020, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins, voru veitt þriðjudaginn 6. október. Dagskrárgerðarfólk RÚV var sigursælt á hátíðinni og efni meðframleitt af RÚV var áberandi á meðal verðlaunahafa. Kveikur er frétta- eða viðtalsþáttur ársins og Kiljan menningarþáttur ársins. Áramótaskaupið 2019 er skemmtiþáttur ársins og HM stofan – HM kvenna í fótbolta fékk Edduna sem íþróttaefni ársins. Helgi Seljan var valinn sjónvarpsmaður ársins. Salóme Þorkelsdóttir og Gísli Berg fengu verðlaun fyrir upptöku- eða útsendingarstjórn ársins í Söngvakeppninni 2019. Árleg heiðursverðlaun Eddunnar hlaut Spaugstofan að þessu sinni. Kvikmyndirnar Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur og Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason sópuðu að sér Edduverðlaunum og enduðu með sex verðlaun hvor. Báðar myndirnar voru sýndar á RÚV.

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.