Tímalína 2022

03 Aug Eldgos hófst á Reykjanesskaga

Eldgos hófst á ný í Meradölum 3. ágúst 2022 eftir mikla skjálftavirkni dagana á undan. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir fréttamaður, Guðmundur Bergkvist og Kristinn Þeyr Magnússon myndatökumenn voru með þeim fyrstu á vettvang. Bragi Valgeirsson, tökumaður og Sigríður Hagalín Björnsdóttir komust einnig fljótlega að gosstöðvunum á...

Read More

29 Jun Útvarpsstjóri stýrði pallborðsumræðum á aðalfundi EBU

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri stýrði pallborðsumræðum á aðalfundi EBU, Samtökum almannaþjónustumiðla í Evrópu, í Króatíu í lok júní. Til umfjöllunar voru þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir og hvernig takast eigi á við þær og leiða breytingar. Umræðurnar hófust með inngangserindi Martins Reeves, sem er...

Read More

20 Jun Nýjar siðareglur RÚV

Nýjar siðareglur Ríkisútvarpsins tóku gildi í júní, en þær eru afrakstur yfirferðar og endurskoðunar á eldri reglum. Þjónustusamningur menningarmálaráðherra og RÚV gerir ráð fyrir að siðareglurnar séu endurskoðaðar reglulega. Þær fela í sér viðmið um hátterni starfsfólks Ríkisútvarpsins og tilgangur þeirra er að efla fagleg...

Read More

13 May Eurovision og kosningar á RÚV og RÚV 2

Laugardagugurinn 14. maí var stór sjónvarpsdagur hjá RÚV. Þann dag var bein útsending frá úrslitum Eurovision í Tórínó og kosningavaka sveitarstjórnarkosninganna 2022. Kosningavakan hófst í sjónvarpinu áður en úrslit Eurovision lágu fyrir en Eurovision-útsendingin færðist yfir á RÚV 2 þegar kosningavakan hófst. Eurovision-keppnin var táknmálstúlkuð...

Read More

13 May Viðmælendagreining RÚV

Skráning á kynjahlutfalli viðmælenda er birt opinberlega á þriggja mánaða fresti til samræmis við stefnu RÚV í jafnréttismálum. Skráðir eru viðmælendur í fréttum og fréttatengdum þáttum og í reglubundnum innlendum þáttum í útvarpi og sjónvarpi. Talning sem þessi gefur ekki heildarmynd af hlutfalli karla og...

Read More

27 Apr Aðalfundur RÚV 2022

Aðalfundur Ríkisútvarpsins var í Útvarpshúsinu Efstaleiti miðvikudaginn 27. apríl. Í ársreikningi kemur fram að reksturinn var jákvæður að nýju. „Árið 2021 var sannarlega viðburðaríkt í íslensku samfélagi. Allt árið glímdum við saman við heimsfaraldur og eldgos hófst á Reykjanesskaga í fyrsta sinn í 800 ár,...

Read More